Játning Vigdísar

Frú Vigdís Finnbogadóttir hefur nú gefið upp afstöðu sína í icesave málinu og eins og við er að búast er margur dálítið hissa á því. Sumum finnst það óviðeigandi af manneskju í hennar stöðu og svo eru þeir til sem lýsa hana svikara og landráðamann og álíta að kona með hennar eftirlaun ætti nú bara að halda sér saman. Halda áfram að lesa

Þessvegna sagði ég nei

Ég var í miklum vafa um icesave málið. Fór í marga hringi og þótt ég hafi á endanum sagt nei, var það ekki með þeirri hjartans fullvissu að ég gæti ómögulega verið að gera mistök.

Ég sagði nei, vegna þess að enginn þeirra já-sinna sem ég talaði við, gat svarað því hvað jáið raunverulega þýddi. Enginn þeirra vissi hversu háa fjárhæð hann væri að lofa að greiða eða hvort og þá hvernig hún myndi breytast.  Halda áfram að lesa