Enn um sörur

Mér finnst alltaf dálítið súrt að þurfa að éta fullyrðingar mínar ofan í mig en þar sem ég vil ekki hafa það á samviskunni að eyðileggja aðventuna fyrir einhverjum tilkynnist hér með:

Það er rangt, sem ég sagði fyrir ca 10 dögum að Söru Bernhardtskökur séu ofmetnar. Það er Martha Stewart sem er ofmetin. Látið ekki hina satanísku uppskrift þessa útsendara eldhússdjöfulsins villa um fyrir ykkur. Þetta er ekkert mál, ég endurtek, ekkert mál, og ekkert svo tímafrekt heldur.

Fyrirbænir

Ég vil enga hugsanalöggu. En þegar trúað fólk minnist mín í bænum sínum, þá finnst mér það svona eins og ef einhver sem ég sef ekki hjá setur mig í runkminnið. Allt í lagi með það – en ekkert vera að tilkynna mér það.

 

Bakstur

Góðar vinkonur útvega manni afsökun þegar maður bakar ljótar sörur. Steinunn Ólína segir að þetta sé þokunni að kenna en ekki vanhæfni minni. Efast reyndar um að það sé rétt en þetta var nú samt fallega sagt 

Sörur

Söru Bernhardtskökur eru ofmetið sælgæti fundið upp í þeim tilgangi að brjóta húsmæður niður. Henta vel þeim sem vilja eyða degi í að klína út eldhúsið, hendurnar á sér og frystinn, sóa súkkulaði og setja fram kenningar um það hversvegna afraksturinn lítur ekki út eins og á myndinni á vefsíðu Mörtu Stewart. Halda áfram að lesa