Þú skalt ekki trúa þínum eigin augum

Fjölmiðlar beðnir að halda sig á mottunni og almenningur um að trúa þeim ekki.

Æjæ hvað það er nú sárt að almenningur skyldi trúa myndbandsupptökum af framgöngu lögreglunnar fyrir austan síðasta sumar. Uppáhaldsmyndskeiðið mitt er þegar yfirmaður í lögreglunni ræðst á ljósmyndara sjónvarpsins fyrir utan lögreglustöðina á Eglisstöðum. Fjárans ósvífnin hjá RÚV að vera að sýna það í sjónvarpi.

Ætli almenningur trúi ekki bara því sem honum finnst trúlegast.

Ó-lög vors lands

Ef ekki má flytja þjóðsönginn öðruvísi en í upprunalegri mynd, merkir það þá ekki að bannað sé að þýða textann á önnur tungumál, eða allavega að flytja hann með þýddum texta? Merkir það ekki líka að ekki megi flytja hann með öðrum hljóðfærum og raddsetningu en þeirri upphaflegu? Spurning hvort væri ekki frekar við hæfi að handtaka íslenska knattspyrnulandsliðið en þessa stórhættulegu Spaugstofumenn. Þeir fara þó allavega vel með tónlistina og ekki þykir mér lofgjörðin til Alcan ósmekklegri en guðsorðarunkið hans Matthíasar. Boðskapurinn er ömurlegur og þessi sálmur er hræðilegt leirhnoð.

Hvurslags eiginlega fréttamennska …

… er þetta?

Kosningasigur Hamas er sumsé ástæðan fyrir fjárskortinum!

Hér með leiðréttist; ástæðurnar fyrir fjárskortinum eru:
a) Ísraelsmenn hafa neitað að skila lýðræðislega kjörinni heimastjórn Palestínumanna skatttekjum. Á íslensku heitir það þjófnaður.
b) Vestræn ríki hafa hætt fjárstuðningi við þessa undirokuðu þjóð (sem er algerlega háð utanaðkomandi stuðningi), til að refsa henni fyrir að kjósa sér stjórn sem er þeim ekki að skapi. Á íslensku heitir það kúgunaraðgerðir.

Ég er ekki hrifin af aðferðum Hamas. Ég hef forsendur til að vera það ekki því ég bý við þá lúxusaðstöðu að hafa alist upp í samfélagi þar sem þykir almennt æskilegt að leysa ágreiningsmál án ofbeldis. Ég hef aldrei lifað undir ógn herveldis sem er staðráðið í að svelta mig til bana. Ég er ekki hrifin af sjálfsmorðsárásum. Þær eru ekki geðslegar, þær eru heldur ekki rökréttar. (Eins og eitthvað sér rökrétt í lífi Palestínumanns í dag) Ég get hinsvegar vel skilið að fjölskyldufaðir sem á ekki lengur heimili af því að fólk sem nýtur verndar hers og lögreglu henti fjölskyldunni út, kemst ekki í vinnuna af því að búið er að reisa 8 metra háan múrvegg utan um hverfið þar sem hann býr, horfir upp á börnin sín grýtt á leiðinni í skólann og á á hættu að lenda í fangelsi ef hann reynir að hrindra það, og þarf að standa í margra klukkustunda argaþrasi til að komast yfrir vegatálma svo fáveik koma hans fái læknishjálp, sjái ekki annan kost vænlegri en að gefa herskáum stjórnmálaflokkið tækifæri. Ekki tókst hinum hófsama Yesser Arafat að binda endi á landránið.

Vesturlandabúar, sem hafa ekki döngun í sér til að skamma Ísraela fyrir vel lukkað þjóðarmorð, hvað þá meir, telja sig hinsvegar nógu merkilega til að sýna vandlætingu þegar hersetin þjóð rís gegn útrýmingarherferð á hendur sér og ekki nóg með þann subbuskap heldur tala fréttamenn virtra fjölmiðla eins og Hamas beri ábyrgð á fátæktinni.

Ég kann ekkert fuss sem lýsir hneykslun minni en vona að fréttamaðurinn sem skrifaði þetta fái bæði niðurgang og nábít.

 

Þú líííkaaa, nananananana!

Æ, hvað það hlýtur að vera sæt hefnd fyrir málfarshroðbjóðana hjá Fréttablaðinu að geta potað smávegis í Davíð Þór. Hljómar svona dálítið eins og þegar krakki sem hefur verið margskammaður fyrir að klína kexkremi í sófann, stendur mömmu sína að því að fara með kex inn í stofu.

Sorrý Stína, það er einfaldlega hægt að gera meiri kröfur til ritaðs máls í dagblaði en beinnar sjónvarpsútsendingar, ég tala nú ekki um þegar þátturinn einkennist af hraða og spennu. Kannski hefði Fréttablaðið efni á að ráða prófarkalesara ef blaðið væri selt þeim sem kæra sig um það í stað þess að því sé troðið í póstkassa hjá fólki sem er margbúið að frábiðja sér heimsóknir blaðbera og annarra rusladreifenda.

Ég legg til að Fréttablaðið verði lagt í eyði, ásamt Moggablogginu og Kópavogi. Og Framsóknarflokknum.

Mogginn með brúnt í buxunum

blaðamennskaMér finnst nú út af fyrir sig orka tvímælis að stór fréttamiðill bjóði almenningi að beintengja blogg við fréttir sínar og þegar sami miðill vísar sérstaklega í eina bloggfærslu af mörgum sem skrifaðar hafa verið um sama mál, dettur manni fyrst í hug að þar sé á ferðinni fræðileg, að a.m.k. málefnaleg umfjöllun.

Í þessu tilviki er það alls ekki raunin. Umrædd færsla er órökstuddur sleggjudómur yfir klámframleiðendum, Hótel Sögu og Icelandair. Vel má vera að þetta séu allt saman hin mestu skítafyrirtæki og ég get vel skilið að Sóleyju Tómasdóttur finnist þetta fólk ógeðfellt. Hún er líka í fullum rétti með að flíka tilfinningum sínum í garð þessa iðnaðar og þess tiltækis að halda klámþing á Íslandi, í sinni eigin vefbók. Ég skil hinsvegar ekki hvernig fréttamönnum Moggans dettur í hug að það sé viðeigandi að vísa í rakalausan tilfinningavaðal eins og hann væri fréttaskýring.

Deep throat

breiðavik

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú hefur Kastljósið klæmst á Breiðavíkurdramanu þrjú kvöld í röð. Mesti safinn búinn úr Byrginu í bili og allir búnir að fá nóg af því að runkast á heyrnleysingjanauðgunum.

Trendið er greinilega: níðingsháttur gagnvart smælingjum (með séstakri áherslu á kynferðislegan subbuskap) í skjóli ábyrgðarlausra yfirvalda. Útfært með tilbrigðum. Búið að dekka fatlaða, fíkla, börn. Ég spái því að næst verði klæmst á aðbúnaði á Kleppi fyrr á árum -og að sjálfsögðu verður boðið upp á safaríkar nauðganasögur þaðan. Frá Kleppi beint yfir í gamalmenni sem voru svelt, illa skeind og kynferðislega misnotuð á einhverju hjúkrunarheimili. Þar næst kemst upp um sláturhúsaperra með kvalalosta. Þar næst verður skítahrærivélin færð í einhvern annan flokk fötlunar, líklega verður Kópavogshælið afhjúpað með tilheyrandi skítarunki.

Allt undir því yfirskini að svona hlutir megi ekki endurtaka sig, þótt augljóslega sé tilgangurinn sá að markaðssetja efni sem höfðar svo sterklega til hinna lægstu hvata mannskepnunnar; að fróa veraldarangist sinni með harmaklámi og finna til sín með því að hneykslast á vömmum og skömmum náungans.

Sumir eru fullir af skít

Til skamms tíma voru allar hugmyndir mínar um krufningar sóttar í ameríska sjónvarpsþætti sem ég er ekkert viss um að séu áreiðanlegar heimildir. Ég hef heldur aldrei hugsað mikið um þær. Í síðustu viku sá ég viðtalsþátt sem vakti hjá mér nokkrar spurningar sem varða krufningar og saursöfnun í ristli. (Ath að myndskeiðið er ekki úr þeim sama þætti) Halda áfram að lesa