Koman til Kampala

 Húsgagnaverslun í Kampala

Úganda er land undarlegrar þversagnar. Hér er paradís á jörð. Fullkomið veðurfar; hitastigið á bilinu 20-27 gráður árið um kring. Hér er nóg vatn og frjósamur jarðvegur, góðar koparnámur, olía, m.a.s. heitt vatn. Engu að síður býr þorri Úgandafólks við sára fátækt. Hér rignir reglulega en samt búa um 40% Úgandamanna við ófullnægjandi aðgegni að drykkjarvatni. Viktoruvatn fullt af fiski, ræktarskilyrði frábær og meira en 80% þjóðarinnar eru bændur en samt sem áður þjáist stór hluti þjóðarinnar af næringarskorti. Um 40% barnadauða má rekja beinlínis til vannæringar og 38% barna undir 5 ára aldri eru vannærð. Þetta er Úganda. Landið er auðugt, þjóðin snauð. Halda áfram að lesa

Einhverntíma

Það hefur verið skítkalt í Glasgow síðustu vikurnar og ég legg til að Global Warming verði rekinn. Þetta er bara engin frammistaða. Nújæja, það þýðir víst ekkert að láta það brjóta sig niður svo við erum að fara til Úganda um mánaðamótin. Þar er fullkomið veðurfar árið um kring, svona á bilinu 20-25°C og við verðum hjá vini sem þekkir allar aðstæður. Ég píndi Eynar til að fá sér snjallsíma bara af því að ég vil hafa myndavél sem ég ræð við. Helst vildi ég auðvitað hafa Ingó með en það er nú eins og það er. Halda áfram að lesa

Málaga

Komum til Malaga í dag. Erum búin að kíkja á miðbæinn. Göturnar eru flísalagðar og það kemur mér á óvart hvað þær eru hreinar og fínar. Þetta er algjör túristastaður. Veitingahús og minjagripabúðir allsstaðar.

Ég hef aldrei farið á hlýjan stað í skammdeginu fyrr en naut þess virkilega í dag að rölta um í 18 gráðu hita og það byrjar ekkert að skyggja fyrr en eftir kl 5. Það eru jólaskreytingar á öllum torgum og verður væntanlega búið að kveikja á þeim þegar við förum út að borða á eftir.

***

Borðaði dásamlegan skötusel utan dyra í hlýju myrkri, kom svo heim á hótel og uppgötvaði að Colbert Nation þættirnir eru aðgengilegir á Malaga. Líf mitt er fullkomið.