Uppruni Egils

Egill var kominn af hamhleypum. Að minnsta kosti er það sagt um Kveld-Úlf afa hans að hann hafi verið hamrammur. Á kvöldin varð hann svo geðillur að engu tauti var við hann komandi og hann á að hafa verið kvöldsvæfur, sem gæti bent til þess að á meðan líkami hans lá sofandi hafi hann sjálfur gengið um í úlfshami. Halda áfram að lesa

Borgarnes

13515284_10208662996707825_176943795_n
Úr Reykjavík var haldið og Hulla sem spáði töluvert betra veðri en Veðurstofan, sat með sólgleraugu í bílnum þótt ekki sæi til sólar. En ef trúin getur flutt fjöll getur hún líka flutt skýin og þegar við nálguðumst Borgarnes var veðrið orðið eins og að sumri. Á þessum fallega stað rétt fyrir neðan Borgarnes lögðum við bílnum. Halda áfram að lesa

Sigling með Lunda RE 20

lundiFyrsta stopp var við Reykjavíkurhöfn. Þaðan fórum við með gamla eikarbátnum Lunda RE 20 í siglingu út fyrir Reykjavík og skoðuðum fuglalífið í eyjunum. Fjölskylda Birgittu rekur þjónustu fyrir ferðamenn, þ.m.t. þennan bát og þau voru svo yndisleg að bjóða okkur í þessa ferð. Myndin er fengin af vefsíðu fyrirtækisins. Halda áfram að lesa

Flórens

Matseðillinn á uppáhalds veitingastaðnum okkar í Flórens

Samkvæmt lögmálum lýðheilsufræðinnar ættu Ítalir að vera útdauðir. Þeir borða mikið, hratt og hættulega. Gófla í sig „Há Kolvetna Lífsstíls Fæði“ á mettíma, gluða ólívuolíu (sem er kennd við ólifnað) yfir brauðið, forréttinn, fyrri réttinn og seinni réttinn, og skola niður með ótæpilegu magni af áfengi, gúlla svo í sig dísætum eftirrétti og líkjör. Já og kaffi auðvitað. Halda áfram að lesa

Flúðasigling á Níl

Við Eynar fórum í flúðasiglingu á Níl. Ætluðum að gista en koksuðum á því þegar við áttuðum okkur á því að það var langt í næsta bæ og engin afþreying í boði á hótelinu um kvöldið. Þegar við komum heim var negrakóngurinn ekki heima. Kom heim næsta dag en varðist frétta af því hvar hann hefði verið. Við toguðum það þó upp úr honum að hann hefði eldað karrý handa konu – sem síðar kom í ljós að er barnsmóðir hans.

Halda áfram að lesa