Jafnir fyrir lögum?

brekkusöngurÉg er meira en hneyksluð. Ég er sár. Sumarið 2000 vann ég sem fangavörður á Litla-Hrauni í sumarafleysingum. Ég man að einn fanganna fékk dagsleyfi til að fara á fæðingadeildina og taka á móti barninu sínu enda þótt hann hefði ekki setið inni í þetta ár sem er skilyrði þess að menn fái dagsleyfi. Honum var gerð rækileg grein fyrir því að þetta væri alger undanþága og mikil forréttindi. Annar fékk nokkurra klst. leyfi til að vera við jarðarför. Einn fékk ekki einu sinni leyfi til að fara í fylgd fangavarða til að heimsækja gröf eina vinar síns, jarðarför kom ekki til álita þar sem hann frétti ekki af dauða hans fyrr en búið var að jarða hann. Halda áfram að lesa