Myndvinnsla eða ekki?

Lentum seinni partinn í gær og fórum í kaffi til pabba og Rögnu. Ég átti ekki von á því að Ingó yrði fyr og flamme strax sama kvöld en hann vildi ólmur ráðast í myndatöku.

Þessi mynd er unnin í myndvinnsluforriti en flestar myndanna verða mjög lítið unnar. Hér þjónar myndvinnslan tilgangi og ég er þrælánægð með útkomuna.


Hér er ein óunnin úr sömu töku. Mér finnst hún falleg líka.

Birta

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég er búin að liggja yfir teikningum af Birtu frá áramótum og held að ég ætli að hafa hana nokkurnveginn svona. Þótt þetta sé einföld fígúra eru myndirnar mun tímafrekari í vinnslu en þær líta út fyrir að vera.