Kröfurnar hafa ekki bara snúist um kosningar, heldur ber þær flestar að sama kjarnanum; að spilling verði upprætt. Það er ekki nóg að kjósa. Við þurfum líka að losna við stjórn Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og taka til í bönkunum, finna leið til að láta útrásarvíkingana axla ábyrgð og koma á stjórnkerfi sem býður ekki upp á það að endalaust vald safnist á örfáar hendur.Ef það eina sem breytist er að skipt verði um rassa í ráðherrastólunum, getum við átt von á sannkallaðri uppreisn með haustinu.Við getum nú slakað á gagnvart kröfunni um kosningar og lagt þeim mun meiri áherslu á önnur mál. Næsta krafa sem ég vil ná í gegn er að losna við Davíð. Ég vona bara að hann fari ekki vegna veikinda, heldur vegna réttlætisins.
Greinasafn fyrir merki: Búsáhaldabyltingin
Óvænt ástæða fyrir kosningum
Ömurleg ástæða. En niðurstaðan er góð. Ríkisstjórnin fer.
Það kom reyndar fram í áramótaspá minni að andlát áhrifamanns eða banvæn veikindi yrðu til þess að hann félli úr leik. En ég hélt að það yrði Ingibjörg Sólrún. Við fáum væntanlega einhverskonar kosningar í vor en það verða samt haustkosningar.
Ég votta Geir og fjölskyldu hans samúð mína vegna veikindanna.
Ekki mistök heldur ofbeldi
Ef er miðað beint í augun á fólki, ef gleraugu eru rifin af því svo sé auðveldara að úða beint í augu, ef maður sem stendur upp við vegg og fylgist með aðgerðum er laminn harkalega í fótleggi með kylfu, táragasi er beitt EFTIR að mótmælendur sjálfir eru búnir að ná tökum á áflogahundum, þá heita það ekki mistök, heldur ofbeldi.
Bíð eftir yfirlýsingu frá Geir
Það er óneitanlega af manni dregið eftir meira en þriggja daga mótmælamaraþon sem hófst aðfaranótt þriðjudags með því að anarkistakórinn hélt æfingu á prógrammi sínu af pólitískum vögguvísum framan við heimili nokkurra ráðherra. Nú bíð ég spennt eftir yfirlýsingu frá Geir. Annaðhvort er ríkisstjórnin búin að gefast upp eða þá að við getum búist við að löggan fái loksins ástæðu til að beita gasi. Þeir hafa beitt bæði piparúða og táragasi að óþörfu hingað til. Halda áfram að lesa
Maður mótmælir ekki fullur
Halda áfram að lesa
Voru raddir fólksins þá falskar?
![]() |
Hænuskref í rétta átt |
Kröfurnar sem hafa hljómað á Austurvelli 15 laugardaga í röð eru þessar:-Ríkisstjórnina burt núna. Þjóðstjórn núna, kosningar í vor.
-Bankastjórn Seðlabankans burt.
-Stjórn Fjármálaeftirlitsins burt.
Getur einhver af þessum ‘röddum fólksins’ sem hafa drullað yfir Hörða Torfason hér á blogginu, gefið mér ástæðu fyrir því að slá af þessum kröfum núna? Var röddum fólksins virkilega ekki meiri alvara en svo að veikindi eins manns þyki mikilvægari en framtíð lands og þjóðar?
Auðvitað þarf að efla SS-sveitina
Bíddu nú við! Er ekki tilgangur lögreglunnar sá að vernda hinn almenna borgara og halda uppi lögum í landinu? Samkvæmt þessu er mikilvægara verkefni að vernda valdstjórnina gegn þeim sem hún hefur brotið á. Búið að skera niður hjá efnahagsbrotadeild, Landhelgisgæslunni og umferðalögreglunni, sem allt eru deildir sem þjóna hagsmunum almennings en sú deild sem tryggast þjónar valdstjórninni er hinsvegar efld. Halda áfram að lesa