Af hoppi og híi

-Voðalega erum við öll óhamingjusöm, sagði Bjartur og skolaði óhamingju sinni niður með gúlsopa af landamærabjór.
-Hulla og Eiki eru ekki óhamingjusöm, sagði ég.
-Nei ekki þau en næstum allir aðrir, svaraði hann. Hmmm… þetta samfélag okkar er nú ekki stórt og þessir allir eru Bjartur og Svartur, ég sjálf og kannski Dana María sem er nú venjulega ósköp kát. Halda áfram að lesa

Ekkert bloggnæmt

Ég lifi lítt bloggverðu lífi. Veit ekki alveg hvort það er gott eða vont.

Norna, tæpra 4 mánaða kettlingur, (sem fékk nafn sitt af því systur minni fannst hún lík mer, svona ofvirk og alltaf með klærnar úti) er flutt inn en Bjartur er fluttur í Sumarhús með lífsblómið. Mér skilst að nokkrir lesendur hafi beðið með öndina í hálsinum eftir að lesa um átakþrungið ástarsamband okkar, en satt að segja hefur enginn karlmaður sýnt mér minni áhuga, nema þá helst þessir sem ég hef búið með, svo aumt getur ástandið orðið. Halda áfram að lesa

Rof

Kem til landsins í kvöld. Sé reyndar tæplega fram á að ljúka öllu sem ég þarf á þessum stutta tíma sem ég stoppa en hlýt að ná því nauðsynlegasta. Þeir sem hafa yndi af húsgagna- og kassaburði vinsamlegast gefi sig fram.

Bjartur reiknar með að verða fluttur út þegar ég kem heim aftur. Þetta hefur verið frekar þunn episóda í sumar en ég hef á tilfinningunni að nú dragi brátt til tíðinda. Hvort það er gott eða slæmt skal ósagt í bili.

Býlabyggð

Ég settist að lengst úti í Suðurjóskum hundsrassi í þorpi sem heitir Býlabyggð og er í næsta nágrenni við Hullusveit í Beykiskógi. Ekki svo að skilja að ég sé haldin nostalgíu gagnvart smáþorpum, heldur er ég á hagkvæmnisflippi. Fékk semsé vinnu í þorpinu og þar sem ég vil helst komast hjá því að kaupa bíl, ákvað ég að finna húsnæði í Býlabyggð. Halda áfram að lesa