Gerði Facebook út af við bloggarann?

Bloggmenningin breyttist töluvert þegar flestir bloggarar voru komnir með facebook síðu. Facebook er að mínu mati mikil snilld, þrátt fyrir gerviheiminn, gerviblómin og gervirauðvínið, miklu þægilegra að nota fésið til að fylgjast með umræðunni, auðvelt að ná til margra í einu og þarf ekkert rss til að sjá hverjir eru virkir. Halda áfram að lesa

Komið í lag

Jæja, þá er ég flutt milli léna og nú á kerfið loksins að vera komið í það horf að hægt sé að birta nýjar færslur og athugasemdir. Það eru nokkar tjásur sem komu inn á meðan kerfið var í lamasessi en birtust ekki en þær eru komnar inn núna.

Útlitið á síðunni breytist eiithvað á næstu vikum og gamla lénið; nornabudin.is hverfur.

Aðgangsorðið og lykilorðið á Launkofann á að vera í lagi líka en ég hef ekki getað birt neinar færslur þar frekar en hér. Bæti úr því á næstu dögum.

Plastkona

Maðurinn sem teiknar hugaróra á hafsbotni kom til mín í dag og færði mér að gjöf brúðu eina stóra. Kvað það koma til af því að hann hefði ákveðið að gerast plastpokamaður í kreppunni og brúðan, sem er tæpir 2 metrar á hæð en samt með grennri læri en ég, kæmist ekki fyrir í plastpokanum úti í horni á heimili unnustunnar. Hann spurði hvort væri ekki langt síðan einhver hefði gefið mér brúðu en áður en ég gat svarað því bankaði annar gestur upp á svo samræðurnar snerust að öðru. Halda áfram að lesa

Týr

Þingvallaskógur rétt fyrir dögun.

Völvan situr á gæruskinni og vaktar eldstæðið. Horfir milli trjánna á víkingana niðri á flötinni. Stingur mjórri grenigrein í eldinn. Handleikur rúnina sem hún fann í vasa sínum um morguninn. Týr. Getur ekki rifjað upp hvenær eða af hvaða tilefni hún stakk einmitt þessari rún í vasann en hún á vel við þessa dagana. Halda áfram að lesa

Lurða

Ég yrði leiðinlegur sjúklingur. Þarf ekki annað en smá slappleika til kalla fram í mér megna gremju. Mér finnst beinlínis ósanngjarnt að ég verði lasin. Var orðin hress undir kvöld og druslaðist á borgarafund. Halda áfram að lesa