Þetta er ekkert svo lítil þátttaka í ljósi þess að þetta er í fyrsta sinn sem gerð er tilraun í þessa veru. Fólk er alltaf feimið við nýjungar og við erum ekki vön þeim hugsunarhætti að almenningur geti haft einhver raunveruleg áhrif.
Það má alls ekki gerast að menn líti á þetta sem misheppnaða tilraun, heldur þarf að halda áfram að bjóða almenningi upp á möguleika á að hafa áhrif með öðrum aðferðum en þeim að sækja kosningar.