Spegilbrot

Spegilbrot – 1

Svala að sumri
svella við vetrarins kul
blár þinna brúna

Spegilbrot – 2

Lít eg þig augum
les þér úr hári og hug
örlagaþræði.

Spegilbrot – 3

Fjórleikur augna
orðalaus snerting við sál
faðmi þér fjarri.

Spegilbrot – 4

Hljóð hefur farið
dauða um hendur mér, köld
hvítmyrkurþoka.