![]() |
Vilja ríkisstjórnina burt |
Okkur tókst nú reyndar ekki að varna ófétunum inngöngu því löggan var endalaust að þvælast fyrir okkur, ‘bara að vinna vinnuna sína’ eins og venjulega. Einhver spurði löggurnar hvort þeir hefðu ekki sjálfstæða hugsun og hvort þeir hefðu t.d. varið Hitler á sínum tíma. Svarið kom ekki á óvart en það má sjá hér.
Tveir voru handteknir eftir geðþótta en ekki af því að þeir gengju neitt harðar fram en hver annar. Eitthvað var þó óljóst hvaða sökum þeir eru bornir en þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir gátu lögreglumenn ekki svarað því hvað þeim væri gefið að sök. En það er svosem ekkert nýtt.
Þetta var annars hressandi morgunn. Ég reikna með að næst þegar ríkisstjórnin fundar komi miklu, miklu fleiri sem eru búnir að reyna að reka þessa óhæfu ríkisstjórn og taki þátt í samskonar aðgerð.
——————————————————–
Takk, Eva Hauksdóttir fyrir öll þín innlegg til réttlætis. Fyrir hugrekki þitt, – hugmyndaríki, fyrir að standa eins og hetja með syni þínum, svo hann megi halda áfram að berjast fyrir hönd okkar Íslendinga, fyrir að þora að vera þú sjálf, – einstök eins og þú ert. Þú ert mikil manneskja.
Þú veist af mér hér. “Sameinaðir stöndum vér – sundraðir föllum vér”
Alltumvefjandi kveðjur til þín,
Ingibjörg
Ingibjörg SoS, 9.12.2008 kl. 14:05
————————————————————
Ég þakka hlýjar kveðjur. Þær rista mun dýpra en sorinn sem ég hef fengið á mig undanfarnar vikur.Eva Hauksdóttir, 9.12.2008 kl. 14:26
————————————————————
Bitvargurinn er sjálfur býsna krambúleraður eftir ‘fórnarlamb’ sitt. Það er hægt að pína friðsamasta fólk til að bíta frá sér.Eva Hauksdóttir, 9.12.2008 kl. 14:36
————————————————————
Það er ég feginn að einhver þorir að mótmæla þessu siðspillta alþingi.
og Grétar Eir, sammála hverju orði.
áfram ÍSland ohf
Diesel, 9.12.2008 kl. 14:42
————————————————————
Allt í lagi að mótmæla, en þetta í morgun við Ráðherrabústaðinn og atvikið á Alþingi í gær gengur einfaldlega of langt. Þegar menn eru farnir að brjóta lög og beita ofbeldi þá hættir maður að styðja mótmæli.
Svo finnst mér lögreglan standa sig mjg vel. Ótrúlegt hve íslenska lögreglan hefur mikið langlundargeð og leyfir þessu liði að komast upp með margt. Að mörgu leyti gerir hún sér þetta erfitt með undanlátssemi við skrílinn. Myndirnar af einhverjum krökkum að ýta á lögreglumenn eru eiginlega ótrúlegar. Hvernig dettur einhverum í hug að ýta við Lögreglunni?
Kannski hefði Löggan átt að beita meiri ákveðni, þá hefði þetta leysts upp fyrr. Vandamálið er kannski að menn eru að komast upp með allt of mikið áður en Lögreglan grípur inn í.
Lögreglan á að senda skýr skilaboð um það að þú skalt ekki láta þér detta í hug að snerta við lögreglumanni, ýta við honum, eða hlýða ekki fyrirmælum. Mér finnst þeir ekki beita sér nóg og ekki vera nógu ákveðnir.
Haldið þið að svona skríll kæmist upp með eitthvað svipað erlendis?
Ég er eingöngu að tala um framkomu þessa fólks við Lögregluna, en ekki að tala um ástæður þess að mótmæla. Ég held að það sé margt sem þurfi að gera á Íslandi þegar kemur að því að moka flórinn, en ég get aldrei skrifað undir að það sé gert með ofbeldisfullum mótmælum eins og í gær og í dag.
Kiddi (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 15:40
————————————————————
Það hefur nú ekki þurft kreppu eða getuleysi ráðamanna til þess að fá þessa “atvinnumótmælendur” til þess að mótmæla, og veitast að lögreglunni og einnig hinum almenna borgara.
Nú þegar Kárahnjúkavirkjun er fullkláruð, Hellisheiðarvirkjun svotil fullkláruð, þá hefur “atvinnumótmælendum” einmitt vantað einhvern konkret málstað.
Þá er um að gera að nota kreppuna og neyð fólks sem skálkaskjól fyrir ekkert annað en vinna skemmdarverk á eigum samfélagsins og annara.
Ég veit svosem ekki hverjir hafa verið handteknir í þessum mótmælum, en eitthvað af þeim sem hafa tekið þátt í þessum öfgafullu uppákomum hafa verið dæmt áður fyrir vinnustöðvanir og fleira í tengslum við framkvæmdir.
Líður “atvinnumótmælendunum” illa yfir því að aðrir séu að reyna að vinna ?
Það er stór munur á þessu ofstæki sem fólk tekur uppá síðustu daga og almennum mótmælum.
Enda er það augljóst að fólk sem ber grímur við mótmæli, vill ekki setja nafn sitt við aðgerðirnar. Þetta er algengt hjá “aktívistum” um allan heim, hvort sem um er að ræða umhverfisverndarsinna eða hasshausa (ungdomshus i Köbenhavn) eða hvoru tveggja.
ég læt fylgja með þrjá linka á dóma þar sem “atvinnumótmælendur” hafa beinlínis hamlað venjulegu fólki vinnu. Það er einnig forvitnilegt að renna í gegnum nöfnin og sjá hvað sömu nöfnin koma oft við sögu.
Semsagt nöfn “Atvinnumótmælenda” !
———————————————————————————————-
Héraðsdómur Austurlands fimmtudaginn 21. desember í máli nr. S-113/2006
http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200600113&Domur=5&type=1&Serial=1
Héraðsdómur Austurlands fimmtudaginn 30. nóvember 2006 í máli nr. S-112/2006:
http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200600112&Domur=5&type=1&Serial=1
Héraðsdómur Suðurlands, kveðinn upp í máli nr. S-1/2008:
http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200800001&Domur=4&type=1&Serial=1
Ingólfur Þór Guðmundsson, 9.12.2008 kl. 18:31
————————————————————
Reyndar eru engir atvinnumótmælendur á Íslandi, heldur mikill sægur vel launaðra atvinnunáttúruspellvirkja.
Það er fjarri því að Saving Iceland hafi skort verkefni þótt þær virkjanir sem þú nefndir séu fullkláraðar. Það eru því miður afar mikil umhverfisspjöll á teikniborðinu og endalaus lögbrot eru framin í skjóli auðvalds stórfyrirtækja. Hins vegar er brýnasta verkefni aktivista á Íslandi í dag að koma ríkisstjórninni (sem hefur einmitt haldið uppi þessari ógeðfelldu stóriðjustefnu) frá, og það ætlum við að gera.
Já. Mótmælendum líður mjög illa yfir því að aðrir séu að vinna, þegar vinna þeirra felst í því að eyðileggja afkomumöguleika okkar og komandi kynslóða. Við viljum frekar hafa pakkið á atvinnuleysisbótum.
Að hylja andlit sitt hefur ekkert með það að gera hvort maður vill leggja nafn sitt við aðgerðir heldur er tilgangurinn sá að draga úr hættunni á því að málstaðurinn, eða aðferðirnar verði persónugerð. Það er nenfilega alltaf hætta á því að fólk fari að einblína á einstaklinga og þeirra hagi, frekar en að hlusta á kröfur þeirra.
Eva Hauksdóttir, 9.12.2008 kl. 19:30
————————————————————
ok, ég get alveg fallist á þetta……
En ef markmið þeirra sem eru að mótmæla á þennan máta er að koma stjórnvöldum frá, er einhver sem getur svarað því hvað á að koma í staðinn fyrir núverandi stjórnvöld ?
og þegar liðið fór á þingpallana í gær, og sagði “drullist út” , var þá átt við alla þingmennina, sama hvaða flokki það er ?
Þegar talað er um að koma stjórnvöldum frá, er þá átt við alþingi, ráðherra, seðlabanka, þjóðskrá og alla þá starfsmenn sem koma að þessum embættum , eða hverja á að pikka út ? (væntanlega þá sem eru “aktívistum” þóknanlegir, eða hvað)
Ég held að það væri nær að einbeita sér að því að finna lausnir á núverandi vandamála, í stað þess að setja allt í kaos og geðshræringu, en það er mín skoðun. Ef ekki, hvað á þá annars að gera ?
Ingólfur Þór Guðmundsson, 9.12.2008 kl. 19:40
————————————————————
“Að hylja andlit sitt hefur ekkert með það að gera hvort maður vill leggja nafn sitt við aðgerðir heldur er tilgangurinn sá að draga úr hættunni á því að málstaðurinn, eða aðferðirnar verði persónugerð. Það er nenfilega alltaf hætta á því að fólk fari að einblína á einstaklinga og þeirra hagi, frekar en að hlusta á kröfur þeirra. ”
Áttu þá við að með því að hrópa “Davíð út” , sé þá ekki verið að persónugera vandamálið ? hahaha
Þetta er alveg hreint, hrópandi mótsögn. Því ég held að það verði ekki komið upp nýrri stjórn með hettuklæddum einstaklingum, því yfirleitt eru þeir sem ekki hyljast, tilbúnir að takast á við hlutina, taka ábyrgð, og standa og falla með þeirri ábyrgð.
Þeir að sjálfsögðu gætu alveg eins skrifað undir dulnefni og eða gengið um með hulið andlit, og værum við þá betur stödd.
Ingólfur Þór Guðmundsson, 9.12.2008 kl. 19:45
————————————————————
Ég er hjartanlega sammála Ingólfi
Dagur Björnsson, 9.12.2008 kl. 20:01
————————————————————
Leyfist mér að nota komment sem einn lunkinn maður skrifaði
Þetta var akkurat sem ég var að hugsa!!
Einnig slösuðust tveir lögreglumenn og einn þingvörður. Hvaða rétt hafði þessi skríll til þess? Samkvæmt stjórnarskrá Íslands: 36. gr. Alþingi er friðheilagt. Enginn má raska friði þess né frelsi. Þingmenn á alþingi eru þjóðkjörnir af Íslendingum og 30 manns tala ekki fyrir alþjóð, lýðræði er í gangi á Íslandi og ef þau vilja mótmæla þá eiga þau að stofna sinn eigin stjórnmálaflokk og breyta hlutum. Það er lýðræði. Ég hef ekki rétt til að ryðjast inn á heimili fólks, beita þá ofbeldi, grýta hús þeirra eða annað ólöglegt.
Dagur Björnsson, 9.12.2008 kl. 20:14
————————————————————
Grétar:
Nú skaltu reyna að skilja, þau vilja ekki “persónugera málstaðinn”, en eru hinsvegar alveg tilbúin að troða öllu vandamálinu á eina persónu, LESIST “persónugera vandamálið” , þetta eitt og sér er tvískinnungur, þegar í upphafi á ekki að persónugera neitt, en það auðvitað eins og annað gengur bara í aðra áttina….
Ég gæti tekið þessa setningu um einræðisherra og Davíð, og skellt henni á sama máta upp gegn “atvinnumótmælendum” , þ.e.a.s. pikkað einhvern mótmælanda sem er í forgrunni (hefur verið mest í umræðunni), og persónugert þannig öll mótmæli sem verið hafa, og koma til með að vera.
Stórefast reyndar um að þetta sé lögvarin réttur í stjórnarskrá –> “það er RÉTTUR HVERS MANS að fara hvenar sem honum sínist og horfa af “pöllunum”
Ingólfur Þór Guðmundsson, 9.12.2008 kl. 22:59
————————————————————
Það er nú alltaf einhver fegurð í því þegar fólk reynir allt til að berjast fyrir sínum hugsjónum og ég ber virðingu fyrir því, þótt ég sé ósammála aðferðunum sem hafa verið notaðar að undanföru.
Þessir stjórnarflokkar sem mótmælendur ólmast út í núna, og reyna sitt til að koma þeim frá og hindra í að vinna sín störf, voru kosnir í lýðræðislegum kosningum fyrir um 1,5 ári síðan þar sem um 65% þjóðarinnar valdi þá til að stýra landinu. Mig langar til að spyrja mótmælendur, í hvaða umboði teljið þið ykkur vera að vinna?
LOVE AND PEACE… J
Jónína (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 11:45