Ég fékk endurgreiðslu frá skattinum í haust og það var út af fyrir sig ánægjulegt. Mér finnst hinsvegar furðulegt uppátæki hjá skattinum að borga meira en ég á inni í ágúst og nóvember og rukka mig svo um mismuninn, sem ég borga með jöfnum greiðslum í september, október og desember. Veit einhver hvaða rök eru fyrir þessu fyrirkomulagi?