Sjálfsköðun

Hver velur slíkt hlutskipti?

Setja sig í lífshættu
til að handleika blóðkaldar hræætur.
Koma heim með slímkennda ólykt
loðandi við húð þína og fatnað
svo börn þín hrökklast frá.

Selja öðrum afnot af skrokk sínum
og eftirláta hluta ágóðans
í skiptum fyrir aðstöðu og vernd,
og fylliríið í kringum þetta, Drottinn minn dýri.

Hver myndi velja sér slíkt hlutskipti?
Var það fjárhagsleg neyð sem rak þig

eða sýður þér í æðum sjómannsblóð?