Sharon orðinn pínulítið meira lasinn

Nú hafa borist fréttir af því að Sharon sé alls ekki á bataleið eins og talsmenn hans reyndu að telja alheimi trú um fyrir nokkrum vikum.

Hvernig stendur annars á þessari afneitun í hvert sinn sem valdamaður veikist? Hvaða tilgangi þjónar það að telja almenningi trú um að maður sem liggur fyrir dauðanum sé bara svolítið lasinn? Það hlýtur að hafa eitthvert praktískt gildi, annars væri þetta ekki venjan eða hvað? Getur einhver upplýst mig?