Ok. Ég skil. Skátarnir voru að fikta með eld. Slökkviliðið skaffaði þeim olíu. Þegar kviknaði í slökkviliðsstöðinni, hringdi slökkviliðið í skátana og varaði við. Skátarnir hringdu hinsvegar í slökkviliðið og létu vita að væri kviknað í slökkviliðsstöðinni en þá var slökkviliðið upptekið við að hringja í lögguna til að láta vita og löggan fór í það að passa að almenningur kæmist ekki að neinu.
Ekki brugðist við varúðarorðum |
—————————————————
Hahaha! Mikið djöfulli var þetta allt twisted og evil.
Hvernig mundi maður bæta almenningi inn í þessa lýsingu?
Rúnar Þór Þórarinsson, 27.2.2009 kl. 21:55
—————————————————
Almenningur varaði við líka.
Eva Hauksdóttir, 27.2.2009 kl. 22:50
—————————————————
Nokkuð góð lýsing á öllu saman.
Arinbjörn Kúld, 27.2.2009 kl. 23:34
—————————————————
Skemmtileg samlíking
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.2.2009 kl. 23:42
—————————————————
hehehehehe ofsalega erum við með virkt eftirlit hjúkket að það sé svona passaðu upp á okkur
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir, 1.3.2009 kl. 17:53