Samfélag og fyrirgefning

Þegar upp koma hneykslismál verður fólki tíðrætt um iðrun og fyrirgefningu. Þess er krafist að stofnanir, stjórnmálamenn og frægt fólk sem hefur á einhvern hátt misboðið siðareglum samfélagsins sýni iðrun. Opinber viðurkenning á mistökum og beiðni um fyrirgefningu virðist þó sjaldan ef nokkurntíma duga til þess að viðkomandi fái fyrirgefningu.

Ég er alls ekki að segja að öll afglöp eigi að láta að baki bara ef ódámurinn biðst afsökunar. Ég er reyndar á því að afsökunarbeiðni af hálfu stofnunar sé í langflestum tilvikum ómarktæk. En mig langar að vita hvað er átt við með þessari kröfu um iðrun.