Sértrúarsöfnuðurinn flytur þennan söng við innvígslu nýrra félaga.
#Tak mig til þín,
tákn þíns heilaga anda mér sýn.
Þinn kjötlegur sonur í kærleika
kemur til mín.#
Leið oss að ljósi þíns dreyra,
lambhrúta sanna.
Frá jörðu þú jarm vort munt heyra,
já, hósíanna.
Kaleik þíns eilífa anda
erum vér þyrst í.
Gef oss af gnótt þinna handa,
gloría Kristí.
Sál vora af saurugum dansi
Satans fulltrúa,
hreins þú með himneskum fansi,
heyr, hallelúja.
Leys oss frá drykkju og dræsum,
djöflum oss fría.
Lát oss ei enda í ræsum,
ave María.
Líkna þú aumum ódámi,
eilífa gef von.
Frelsa oss frá kynvillu og klámi,
kyrie eleison.
Gjör oss af andanum ölvuð
en ei brennivíni.
Drykkja og dóp veri bölvuð,
deus ex machine.