Púff!

Ó mæ god hvað ég er búin að hespa af leiðinlegu verkefni í morgun.

Jamm og af því að ég hef orðið vör við lítinn en mjög leiðinlegan misskilning; mistökin sem ég gerði í október tengjast Pegasusi ekki neitt. Ég gerði þau heimskulegu mistök að reikna með innkomu sem gat alveg eins klikkað (og gerði það) þegar ég hefði frekar átt að sýna þá ábyrgð að taka að mér annað, öruggara og óskemmtilegra verkefni. Eins og t.d. að prófarkalesa snyrtivörubæklinga. Konur eru heimskara kynið. (Ég hef reyndar ekki lesið bílablöð svo það er hugsanlegt að mér skjátlist.)

Ég er með feituna, ljótuna, andleysuna, heimskuna og blönkuna. Geðsleg samsetning eða hitt þó heldur. Hlýtur að verða beinlínis uppörvandi að mæta á útifund í hádeginu.

Skítt með það allt, ég er elskuð.

Já og áðan kom Sjoppmundur hlaupandi yfir til mín með volgt pekanhnetuvínarbrauð. Hann elskar mig semsagt líka.
Lífið er gott. Ekki endilega auðvelt, skemmtillegt eða áhugavert, en það er gott.

 

One thought on “Púff!

Lokað er á athugasemdir.