Pólitísk krísa

Ég er í pólitískri krísu. Sem ég lendi reyndar í fyrir hverjar einustu kosningar.

Ég er flokksbundin í VG af tveimur ástæðum:

a) Ég treysti heilindum forystumanna flokksins -ennþá.
b) Enginn annar flokkur er verulega heitur í þeirri afstöðu að náttúran hafi réttindi, óháð því hvort einhver nennir að góna á hana eður ei og enginn annar setur sig gegn veru okkar í Nató.

Umhverfismálin eru mitt hjartans mál. Að sjálfsögðu vil ég líka að við séum góð við gamla fólkið og veiku börnin en það ætla nú allir flokkar að gulltryggja. Að flestu leyti er ég hægri krati, let´s face it, en ég myndi aldrei fórna umhverfisstefnu og heilindum fyrir stefnuskrá sem að öllu öðru leyti væri algerlega eftir mínu höfði.

Samfylkingin hefur margsinnis sýnt að þar á bæ ræður hentistefna ferðinni, frjálslyndir bjóða ekki fram í Hafnarfirði. Auk þess treysti ég þeim ekki rassgat og þar fyrir utan finnst mér hreinasta rugl að endurvekja sveitir landsins.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.