Pella, gæja, gísa?

Viðfang giftingaróra minna heldur að það geti verið gaman að vera paur.
Ég hef oft velt fyrir mér hvað þetta orð merki og hvernig það hafi orðið til.
Kannski er það samsláttur úr pjakkur og gaur.
Höfuðpaurinn er þá aðalgaurinn, mesti pjakkurinn.

Kvenkyns paur hlýtur þá að vera pella. Samrunin pæja og gella.
Nema hún sé gæja?
Paurinn höstlaði gæjuna hljómar mun kúlla en pilturinn fékk stúlkunnar.

Gísa kemur líka til greina. Gella + skvísa.

Við nánari umhugsun er það líklega best.