Mér fannst Ágústa virkilega flott á sviðinu og ef þjóðin vill endilega dissa júró þá verð ég manna síðust til gráta það. Þar fyrir er þessi fígúra sem hún leikur ósköp einhæf og þreytandi.
Jón Gnarr segir í Fréttablaðinu í dag að RUV hafi brugðist því hlutverki sínu að vernda íslenska tungu með því að vanrækja dagskrárgerð fyrir unga fólkið. Hann stingur upp á því að RUV bæti úr þessu með því að fá Silvíu Nótt til að sjá um áramótaskaupið.
Fyrirgefðu seinvirkni fattara míns Jón en hvernig í ósköpunum sérðu Silvíu Nótt fyrir þér sem verndara íslenskar tungu og menningar?