Hjarta mitt,
titrandi blekdropi
á oddi pennans.
Ljóð,
nema hönd mín skjálfi.
Klessa
ef þú lítur í átt til mín.
Nei. Bara klessa.
Jafnvel þótt þú lítir aldrei
í átt til mín
nema einu sinni
til að teygja þig í öskubakka.
Ljóð mitt,
sígarettureykur,
líður þér um varir,
leysist upp.
Þú varst blekklessa,
þú varst reykjamökkur
á Mokka.