Ekki datt mér í hug að 135 demparasalar á fylliríi, víðs vegar að úr heiminum, hefðu allir sem einn þolinmæði til að hlutsta á útskýringar álfkvenna á norrænum rúnum. Sér í lagi þar sem aðeins ein úr hópnum er nógu hávaxin og íðilfögur til að vekja þá athygli sem álfar verðskulda.
Álfkonugallinn var svo stór að ég minnti meira á hobbita í hveitsekk en álf en þetta var miklu skemmtilegra en ég átti von á.
Ég á fastlega von á að þetta verði aðeins upphafið að glæstum ferli okkar í ferðamannaþjónustu.