Elías (ekki Elías minn, heldur Elías hinn) þarf áreiðanlega ekki að birta nýju netslóðina sína á gömlu síðunni til að ná athygli.
Ég er ekki hrifnari af barnaperrum en hver annar og finnst mun meiri ástæða til að taka svona kóna úr umferð en að verja tíma lögreglu í skýrslutökur af fólki sem gerði sig sekt um þann stórglæp að brjóta fánalög á lýðveldisdaginn. Vér mótmælum allir slíkri forgangsröð.
Alveg finnst mér það samt dæmigert að í stað þess að undrast aðgerðaleysi lögreglunnar, skuli nú lýðurinn beina allri sinni orku að því að krefja Elías um nöfn. Það er svosem ekkert skrýtið. Það eru margar vikur, ef ekki mánuðir síðan við höfum fengið fjölmiðlaaftöku til að rúnkast á.
——————————————–
Og nú er búið að birta nöfnin. Ekki Elías sjálfur, samt. Slatti af okkur sem höfum lengi vitað um hverja ræddi. Spurning um hvort verða eftirmálar og þá hverjir.
Posted by: hildigunnur | 22.06.2007 | 15:52:45
——————————————–
Mæltu heilust, Eva.
Annars vildi ég að nokkrir hlutir kæmu fram:
Ég er ekki búinn að skipta um blogg (ég hef haft hitt lengi svona til hliðar)
Nöfnin voru í rauninni ekki aðalatriðið, eins og þú sagðir. Samt áfelldist ég ekki lögregluna á þessum tíma, þeas ég skildi vel afstöðu þeirra. Ég var ekki ánægður, en ég féllst nauðugur viljugur á þeirra afstöðu, rétt eins og ég samþykkti með semingi að þeir skyldu ekki koma með 10 manna sérþjálfað CSI teymi að vinna 24 tíma á sólarhring í eina viku til að finna út hver stal hjólinu mínu.
Ennfremur: Heykvíslar og kyndlar höfða ekki til mín.
Hefur einhver tekið eftir því að Björn Bjarna er núna að tala um að stofna netlöggu? Þetta finnst mér skrýtið. Steingrímur J talar um að stofna netlöggu og fólk hlær og bendir. Björn Bjarna talar um að stofna netlöggu og fólk hóstar og segist einmitt hafa verið á leið með að fá sér sína eigin persónulegu netlöggu í stíl við sófasettið.
Posted by: Elías | 6.07.2007 | 1:03:55