Rosalega menningarlegur, gríðarlega gáfaður og algerlega óháður gaur sem aldrei hefur móðgað neinn og hefur alltaf verið duglegur að vinna, hefur tilkynnt forsetaframboð sitt.
Helstu kosningaloforð gáfnaljóssins eru eftirfarandi
– Að skemmta sér vel í starfi
– Að vera góð fyrirmynd.
– Að vera pabbi þjóðarinnar, leiða hana inn á rétta braut og veita henni föðurlega ráðningu ef hún hlýðir ekki.
– Að vera sameiningartákn þjóðarinnar.
– Að skemmta erlendum þjóðhöfðingjum með frumortum limrum.
– Að vera brjálæðislega óháður og segja ekkert meira stuðandi en há dú jú læk Æsland.
Frambjóðandinn leibeinir meintri druslu um það hvernig eigi að gera rétta bolvindu en fyrir utan gríðarlegar gáfur, tungumálakunnáttu og leiðtogahæfileika, er frambjóðandinn einnig meintur íþróttamaður.