Með unga í maganum

downloadÁ vísi.is er þessa frétt að finna:

Þrettán ára gömul risapanda í dýragarði í San Diego eignaðist í gær unga. Unginn kom í heiminn eftir þriggja klukkutíma erfiðar hríðir en annar ungi sem pandan bar einnig dó í maganum á henni.

Úff! ég segi nú ekki annað. Eina spendýrið sem ég veit til þess að hafi lifandi ungviði í “maganum” er Grýla. Magi er nefnilega líffæri sem er notað til að melta fæðu en ekki til að bera afkvæmi. Maginn er ásamt fleiri líffærum, þ.á.m. legi (hjá kvendýrum) staðsettur í kviðnum. Það er eðlilegt að börn og aðrir illa upplýstir óvitar rugli þessu tvennu saman og tali um að ólétt spendýr séu með börn eða unga “í maganum” en ég vona að flestir séu nú komnir með þetta á hreint um það leyti sem þeir ljúka grunnskólanámi.