Ég elska hana ekki eins og systur
og óvíst hversu vel hún tæki því.
Og þessvegna er sem þokugrámi og mistur
þarfir mínar sveipi í dularský.
Ég þrái að halda í höndina hennar smáu,
horfa djúpt í augun bláu.
Þögnin virðist stundum þyngri en blý.
Mig langar hennar hörund til að snerta
og hárið síða greiða og flétta það
Með vörum mínum eyru hennar erta
og orðum mínum finna réttan stað.
Mig langar hennar hlátur til að fanga,
heita leggja kinn við vanga.
Ástarljóðum hvísla henni að.
Fegurð hennar fingurgómum strjúka
og finna hvernig hjartað bærist ótt.
Horfa á hana verða vota og mjúka
og vefja hana örmum heila nótt.
Bíta laust í brjóstið hennar hvíta,
blíðu minnar fjötra slíta,
horfa á andlit hennar verða rjótt.
Mig langar til að leggja hana á bakið
og lófum strjúka blítt um hennar kvið.
Hennar dýpstu frygð ef fæ ég vakið
þá fullnægjunnar opnast sáluhlið.
Af hungurkrafti ástarinnar ungu
æst ég þrái að leika tungu
um lærin stinn og stefna upp á við.