Ljúflingur

Hvort ertu kráka í skógi
eða fiskur í hendi?

Hvít mjöll
á Miklubraut tímans.
Óskrifað ljóð.

Yndi í auga
er meðan varir

er
meðan auga mitt kyssir
ylmjúkar varir.