Rithönd segir eitthvað um persónuleikann. Mín rithönd er ekki snotur. Frekar gróf og flausturleg en læsileg þó -eins og ég. Rithönd mín var mjög hvöss á unglingsárunum en hefur mýkst. Maður meyrnar með aldrinum.
Ég kann alls ekki illa við skriftina mína en ég sit heldur aldrei og dáist að henni á sama hátt og ég get dáðst að minni eigin ritsnilld þegar maður horfir á innihaldið og orðfarið.