Leynd

Löggan sagði löggunni ekki frá og löggan spurði ekki lögguna – þrátt fyrir að vita af símtölum og þrátt fyrir að viðbótin við skjalið og ummæli Fréttablaðsins bentu eindregið til þess að upplýsingar úr lögreglurannsókn hefðu farið á flakk. Er nú ekki tímabært að koma á ytra eftirliti með þessari stofnun sem fyrir utan það að gera sig reglulega seka um valdníðslu virðist gjörsamlega vanhæf til þess að sinna rannsóknum?