Konan á heilsugæslugæslustöðinni

Ég átti erindi á heilsugæslustöðina í gær. Mér var sagt að það yrði dálítil bið þar til ég kæmist að, svo ég fann mér tímarit til að skoða. Ég var ekki fyrr sest en eldri kona sem sat þar bryddaði upp á samræðum. Hún sagði mér alla sína sjúkdómasögu, söguna af því þegar gleraugunum hennar var stolið og ýmislegt af  fjölskyldu sinni og vinum. Ég brosti kurteislega og í hvert sinn sem hún þagnaði opnaði ég blaðið og vonaði að hún áttaði sig á að ég vildi frekar lesa. Hún hélt bara áfram að tala og ég kunni ekki við annað en að sýna því áhuga.

Loks kom læknirinn fram og kallaði á mig. Konan var þannig staðsett að hún sást ekki frá dyrunum. Þegar ég stóð upp bað hún mig að nefna það ekki við lækninn að hún væri þarna því þá yrði henni hent út. „Ég kem hingað til að spjalla við fólk þegar mér leiðist en þau segja að ég megi ekki koma hingað nema panta tíma fyrst,“ sagði hún.