Klakinn

Ég skil Golla. Gaurinn var búinn að þvæla múg og margmenni, búpeningi, öndvegissúlum (dæmi um undarlegasta drasl sem fylgir karlmönnum, hvað var konan hans að pæla að taka svoleiðis rugl í mál?) og allskonar öðru drasli norður í ballarhaf og ljúga því að sjálfum sér og öðrum að hann hefði fundið lífvænlegt land. Það hefði bara verið meiriháttar bögg að húrra öllu liðinu upp í skip aftur og snúa heim til Noregs með skottið á milli fótanna. Auk þess hélt hann kannski að þetta væri ekkert alltaf svona.

Ég skil líka alveg afkomendur hans. Það er nógu helvíti leiðinlegt að flytja þótt maður setji ekki börn sín og búalið í margra vikna lífsháska til þess.

Hvað ég sjálf er að pæla, það er aftur á móti óskiljanlegt. Ég verð að komast burt af þessum klaka. Kemst ekki spönn frá rassgati eins og er en í alvör, þetta er síðasti veturinn sem ég bý á þessu grjótskeri.

Þetta segi ég reyndar alltaf á þessum árstíma. Það líður hjá í apríl en í augnablikinu þoli ég varla við. Ég hef ekki passað hendurnar á mér nógu vel og er komin með gigtarverki. Sjálfri mér að kenna og allt það en það er bara ekkert það sem fer verst í mig. Ég hata íslenskan vetur. Ég þarf að komast burt. Núna.

 

One thought on “Klakinn

  1. —————————

    Gæti ekki verið meira sammála.

    Posted by: lindablinda | 2.03.2008 | 13:24:36

    —   —  —

    Drífðu þig bara í helgarferð til London eins og ég, dugar til að halda út klakann fram yfir páska í það minnsta 🙂

    Posted by: Guðjón Viðar | 3.03.2008 | 20:27:39

    —   —  —

    Vertu velkomin í kaffi til okkar 🙂
    Sakna þín ofsa mikið…

    Posted by: Hulla | 4.03.2008 | 0:46:54

Lokað er á athugasemdir.