Kartafla borin fram með bl

Við skrifum ekki eins og við tölum og við tölum ekki eins og við skrifum. Hikum því aldrei við að leiðrétta börnin okkar þegar við verðum þess vör að þau taka upp stafsetningarframburð á orðum sem þau þekkja illa. Því miður er regla fremur en undantekning að Íslendingar undir fimmtugu, beri dýflissa fram með fl í stað bl. Hygg ég að ástæðan sé sú að flest okkar lærðu þetta orð af bókum. Undarlegra er hversu algengt er að kartafla sé borið fram með fl í stað bl.

Samstafan fl í miðju orði og enda orðs er borin fram sem bl í íslensku. Skófla, fífl, efla, og tafl eru öll borin fram með bl og ég vona að svo verði áfram. Það koma vöblur á mig, ef mér er varpað í dýblissu og gert að eta kartöblur. Fyrir alla muni stafsetjum þessi orð samt með fl, hér eftir sem hingað til.