Kannski …

Það urðu mér ákaflega mikil vonbrigði að fá hvorki VG né Íslandshreyfinguna í ríkisstjórn. Ég hef löngum haft horn í síðu Samfylkingarinnar og treyst fáum þar á bæ en frá síðustu stjórnarmyndun hefur Össur vaxið mikið í áliti hjá mér. Mér sýnist á öllu að við séum loksins búin að fá iðnaðarráðherra með siðferðiskennd. Vonandi tekst honum að vinna þetta mál. Ef Össur heldur það út allt kjörtímabilið að taka tillit til náttúruverndarsjónarmiða, ætla ég að kjósa Samfylkinguna næst.