Íþróttapresturinn er auglýsingaskrumari

Mikið finnst mér gott mál að einhver skuli nenna að gagnrýna þetta orkuátak Latabæjar. Mér finnst íþróttaálfurinn hundleiðinleg fígúra (eins og allir predikarar) og fjandans frekja að troða þessari sjálfsskipuðu lífsstílslöggu inn á heimilin án þess að foreldrar séu spurðir álits.

Snjallræðislygi hjá markaðsstjóranum að orkuátakinu sé ekki ætlað að skila hagnaði. Öll kynning fyrirtækis sem er stofnað í þeim tilgangi að búa til peninga, hefur þann tilgang að skila hagnaði og orkuátakið er kynning fyrir Latabæ, kynning sem ekki er nokkur möguleiki fyrir börn að komast hjá því að verða fyrir áhrifum af.