Innlitsþátturinn

Ég verð í þættinum Innlit-útlit kl 21 í kvöld.

Ég hef að vísu áhyggjur af því að áherslan verði meiri á mitt sauðvenjulega heimili en búðina mína, sýnist það svona á auglýsingunni. Ef það fer svo verð ég frekar spæld. Allt í lagi að hórast í einhverjum sjónvarpsþætti ef það verður til þess að stórir hópar og margir koma hingað í kaffi og kynningu. Að öðru leyti hef ég ekki áhuga á að kynna mig sem innanhússarkitekt eða tískuspengil.

—–

Uppfært: Innlitsþátturinn er kominn á vefinn. Ég er rétt framan við miðju.