Vinkonurnar hafa sært hvor aðra og eru miður sín vegna þess en hvorug þorir að rétta fram sáttarhönd
Orð hafa mátt sem eflir og nærir
andvari þeirra er ljúfur og hlýr.
Hvetur til dáða, huggar og hrærir
harmi og raun til bjartsýni snýr.
Orð hafa mátt sem meiðir og særir,
vindur þess ofsa eyðir og tærir
Eldur í hverri orðræðu býr.
Og aldrei er hægt að taka
töluð orð
til baka.
Hallgerður: Vináttu okkar brotið er blað
því burt frá mér hef ég hrakið
þá einu sem hjartað þráir
-og það
er þyngra en tárum taki.
Nú veit ég hver játning á stund sína og stað
og tek ekki séns á að segja þér hvað
minn söknuður djúpt mig þjáir.
Marlín: Orðum ég hef í ógáti beitt
og einasta vininn svikið
um aðgát í návist sálar
-og meitt
Enginn veit hversu mikið
ég gæfi ef gæti ég einhverju breytt
en þori ekki að segja „mér þykir það leitt“
og þögnin er hvöss sem nálar.