Þegar ég flutti út föðurhúsum breyttist mataræði mitt töluvert. Hýðishrísgrjón hvítlaukur, kjúklingabaunir og sveppir höfðu aldrei tekið pláss í skápum föður míns. Orafiskbollur í nærbuxnableikri sósu hef ég eldað einu sinni og makkarónusúpu einu sinni á þessu 21 ári, í báðum tilvikum að ósk annarra.
Ég hef hingað til haldið að kynslóð foreldra minna hefði almennt lélegan matarsmekk. Í dag horfi ég inn í minn eigin kæliskáp, fullan af einhverju kekkjóttu karrímauki með kóríanderlufsum, oblátum á stærð við pönnukökur, masókistapipar og jafnvel risastórri krukku af litlum grænum ertum og allskonar öðrum mat sem ég skil ekki. Ég hef oft velt því fyrir mér hver kaupi eiginlega svona mat. Svarið er fundið; það eru drengirnir mínir. Börnin sem ólust upp við milda pottrétti með mjúkri rjómasósu, svikinn héra, bakaðar kartöflur, gratíneraðan karfa, pasta með parmesanosti …
Er bragðskyn virkilega ekki félagsleg erfð?