Enn mig getur girndin blekkt
hún gengur frá mér bráðum
mér var aldrei eiginlegt
að ansa hugans ráðum
því vanann skortir voðans yl
nú veit ég ekki bara,
hvað mig langar, hvað ég vil
né hvert ég er að fara.
Dýra lífsins drullumall!
Dró mig til þín leiðinn.
Fyrir rauðan rugludall
rauf ég skírlífseiðinn.
—-
Ekki finnst í orðasafni þínu,
tillitsemi, ábyrgð, tryggð
og trúlega ekki nokkur dyggð.
Mig langar víst til að rústa lífi mínu.