Hvað gerir Ögmundur?

Þá er undirskriftasöfnuninni vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins lokið.

1190 undirskriftir söfnuðust og hafa nú verið sendar til Ögmundar. Ég bjóst við meiri þátttöku. Hélt einhvernveginn að flestum þætti skipta máli að búa við réttarkerfi sem viðurkennir mistök sín. Réttarkerfi sem viðurkennir ekki pyndingar sem rannsóknaraðferð og dæmir ekki menn án sönnunargagna.

En líklega er flestum sama. Kannski ekkert undarlegt. Þegar fólk býr hvorki við hvatningu né tækifæri til að hafa áhrif á umhverfi sitt og samfélag þá er ekki von að það taki ábyrgð heldur.

Ég hugsa að Ögmundur skipi rannsóknarnefnd. Hann getur ekki verið þekktur fyrir að gera ekkert og rannsóknarnefnd er voða dipló.

One thought on “Hvað gerir Ögmundur?

  1. ———————————

    Þetta mál verður einn dagin upplýst ég er sannfærður um það.Gleimum samt ekki því að tregðan kemur frá þeim seku.

    Posted by: Bubbi | 6.10.2011 | 8:48:55

    ———————————

    Ég geri ráð fyrir því að þátttakan hafi verið svona lítil af því að fáir hafi vitað af þessu. Ég fylgist nokkuð vel með fréttum og bloggum, en vissi ekki af þessari undirskriftasöfnun fyrr en í dag. Ég hefði skrifað undir ef ég hefði vitað af þessu.

    Posted by: Pétur | 6.10.2011 | 15:19:08

Lokað er á athugasemdir.