Afhverju virðast óféti, óhræsi, ótuktir, óbermi og ódámar, svona miklu algengari en féti, hræsi, tuktir, bermi og dámar?
Afhverju virðast óféti, óhræsi, ótuktir, óbermi og ódámar, svona miklu algengari en féti, hræsi, tuktir, bermi og dámar?
————————————–
Á mínu heimili höfum við einmitt verið að æfa okkur í að nota þessi orð sem blíðyrði. Fétið mitt, viltu fara út með ruslið? Ertu búin að laga kaffi… þú ert nú meira hræsið.
Posted by: Þórunn Gréta | 23.04.2009 | 20:07:19
————————————–
Mér líkar vanbeldið í þér og lágvaðinn, tuktin þín.
Posted by: Gunnar | 23.04.2009 | 23:07:07
————————————–
Það sama má segja um beldi. Hví heyrir maður aldrei talað um beldisseggi, nú, eða vanbeldisseggi?
Þið eruð tætis freskjur og beldisseggir.
Posted by: Einar Steinn | 4.05.2009 | 1:28:49