Handa Láru Hönnu

www.youtube.com/watch?v=JddRkt_FYDY

Fyrirtækja fjölmargt prang
feilað hefur Nubo Huang,
Gríms á stöðum gróðamang
grillir í á Fjöllum.

Þúsund keikir Kínverjar
koma vegna framkvæmdar,
breiðar lendur byggja þar
bleikum skýjahöllum.

Ótal milljón auðjöfrar
elska golf og sportveiðar,
spóka sig þar spjátrungar
og spila á moldarvöllum.

Land á Fjöllum fyrir beit
friðað er en Nubo veit,
að undanþágu er ástin heit
hjá ýmsum ráðaköllum.

því Óðalsbóndi enginn býr
utan hesta ær og kýr,
Flugvölll þarf að byggja og brýr
borgar GáF með öllum?

Ekki metur íslensk þjóð
útlendingsins plönin góð,
sem þorrinn anda og eldimóð
yrkir ljóð á Fjöllum.

Lesið