Grenjandi börn ekki velkomin

Þessi frétt er umrædd á samfélagsmiðlum

Vestrænt samfélag hefur klikkaða afstöðu til barna. Annarsvegar eru þau álitin svo mikið vandamál að þau eru oft óvelkomin í heiminn og samfélagið skipulagt þannig að foreldrarnir þurfi ekki (og geti jafnvel ekki) umgengist þau nema þrjá eða fjóra tíma á dag, hinsvegar heldur fólk að það verði að láta allt eftir þeim og leyfa þeim að vaða uppi og bögga mann og annan. Mér finnst ekkert annað en sjálfsagt að fólk fari með smábörn úr aðstæðum þar sem þau eru truflandi, það merkir ekkert að barnið sé óvelkomið heldur að það sé ekki í ástandi til að vera í margmenni þá stundina.