Glæpaferill hafinn

Í dag var ég handtekin. Hef ekki lent í því áður, hvað þá að hanga ein klukkutímum saman í galtómum fangaklefa og hafa ekkert við að vera. Það er samt ekkert svo hræðilegt í stuttan tíma. Eiginlega eins og að vera á spítala nema bara ekki veikur.

Reyndar var ástæðan fyrir fangelsun minni eitthvað óljós. Mér var í fyrsta lagi ekki tilkynnt að ég væri handtekin, bara beðin að setjast inn í lögreglubíl (með nákvæmlega sama orðalagi og þegar ég stoppuð fyrir meintan ölvunarakstur) og mér skötlað í grjótið án frekari skýringa. Þegar ég bað svo um skýringar, 2 tímum eftir þessa óljósu handtöku, var mér sagt að ég væri sökuð um að hafa farið inn á lokað vinnusvæði (sem ég hafði barasta alls ekki gert) og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu, (sem ég hafði ekki gert heldur.) 7 tímum síðar, þegar ég var yfirheyrð um glæp minn, höfðu sakargiftir breyst, ég er sumsé sökuð um að leggja ólöglega og óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Dáltið spes handtaka manneskju fyrst og fara svo að pæla í hversvegna en það voru allir ósköp almennilegir í framkomu við mig. (Ekki samt við alla.)

Jamm, það er rétt til getið, ég fór að Hellisheiðarvirkjun í morgun. Tilgangurinn var sá að vekja athygli almennings á áformum um stækkun virkjunarinnar í þágu áliðnaðarins og senda stjórnvöldum þau skilaboð að þessi stækkun verði ekki keyrð í gegn án almennilegrar umræðu meðal þjóðarinnar.

Ég átti spjall við öryggiseftirlitsmann á staðnum Hann var hinn notalegasti en sagði í svona greykrakkakjánaprikintón að við værum algerlega að skjóta okkur í fótinn, þar sem Hellisheiðarvirkjun væri ekki tengd þungaiðnaði á nokkurn hátt. Hann hafnaði því algerlega að markmiðið með stækkuninni væri m.a. það að sjá Century fyrir orku. Hann var svo sannfærandi að þótt ég sé auðvitað alls ekki nógu veruleikafirrt til að trúa því að stækkunin sé öll í þágu venjulegra heimila og smáfyrirtækja, fór ég í alvöru að hugleiða hvort gæti verið að ég hefði ruglað einhverju svona harpalega saman. Ég kíkti í matáætlunina þegar ég kom heim eftir tukthússvistina og nei, ég er nú ekki komin með Alsheimer. Eftirfarandi kafli er úr þessari skýrslu:

1.3 Markmið framkvæmdar

Markmiðið með stækkun Hellisheiðarvirkjunar er að mæta aukinni eftirspurn atvinnuvega eftir raforku.

Undanfarin ár hefur raforkumarkaður á Íslandi vaxið mikið t.a.m. með stækkun álversins í Straumsvík, stækkun járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga og byggingu álvers Norðuráls á Grundartanga. Nú liggur fyrir viljayfirlýsing um stækkun Norðuráls og hlut Orkuveitu Reykjavíkur í rafmagnsframleiðslu vegna hennar. Til að tryggja viðskiptavinum Orkuveitunnar fullnægjandi öryggi og til að anna vaxandi eftirspurn á næstu árum er ljóst að fyrirtækið þarf að auka framleiðslugetu sína á raforku.

Eftir situr spurningin; af hverju var eftirlistmaðurinn að ljúga að mér? Eða veit hann ekki betur?

 

One thought on “Glæpaferill hafinn

  1. —————————————–

    jahérna. ég öfunda þig nú samt ekki að hafa prófað fangelsi!

    Posted by: inga hanna | 27.07.2007 | 9:56:29

    —————————————–

    til hamingju! ertu nú orðin atvinnumótmælandi? eða jafnvel mótmælendatrúar?

    Posted by: baun | 27.07.2007 | 10:24:02

    —————————————–

    Gandhi var voða stoltur af nafnbótinni, JBTB, Jailed by the British :)Er þetta ekki samt orðið ágætt ? Meina þú varst þá sú eina sem var ekki á launum við að láta handtaka þig ?

    Posted by: Guðjón Viðar | 27.07.2007 | 10:42:52

    —————————————–

    kíkið á þetta:

    http://mar.anomy.net/entry/2007/07/26/23.09.01/

    Posted by: baun | 27.07.2007 | 11:01:04

    —————————————–

    Það vildi ég óska að löggan sæi sóma sinn í að eyða frekar orku sinni í að stoppa kappakstur á Hringbrautinni. Þar er fólk virkilega í lífshættu!

    Posted by: Sigga | 27.07.2007 | 11:59:48

    —————————————–

    Þú hlýtur nú að vita hversvegna þú varst handtekin.

    Posted by: Anonymous | 27.07.2007 | 12:05:24

    —————————————–

    Af hverju heldurðu að ég hafi ekki verið á launum GV?

    Posted by: Eva | 27.07.2007 | 12:39:

    —————————————–

    Nei í rauninni VEIT ég ekki hversvegna ég var handtekin. Sú skýring að ég hafi lagt ólöglega var skálduð upp mörgum klukkutímum síðar enda hefði aldrei komið til handtöku eða ákæru nema vegna þess að þarna var greinilega mótmælaaðgerð í gangi.

    Hugsanlegt er að ég hafi verið handtekin vegna gruns um að bera ábyrgð á aðgerðinni en ályktunarhæfni mín segir mér að ég hafi einfaldlega verið tekin fyrir að sýna (með passívri veru minni á staðnum) samstöðu með aktivistum og þeirra málstað. Það er hinsvegar ólöglegt að handtaka fólk fyrir skoðanir sínar svo auðvitað var ekki hægt að gefa það upp sem ástæðu.

    Í flestum ef ekki öllum mótmælaaðgerðum Saving Iceland, hefur einhver sem ekki hefur tekið beinan þátt í aðgerðinni verið handtekinn. Ef einhver með hippalegt útlit stendur fyrir utan vinnusvæði með myndavél er hann handtekinn fyrstur manna. Fjölmiðlafulltrúar og túlkar sem hafa það eina hlutverk að tala og bera boð á milli eru handteknir og ákærðir.

    Þetta eru auðvitað pólitískar handtökur og ekkert annað. Aðgerðasinnar reikna með þeim og kippa sér lítið upp við þær en það réttlætir þær ekkert.

    Posted by: Eva | 27.07.2007 | 12:59:42

    —————————————–

    Eva, Hvað svo sem þér kanna að hugnast um mínar skoðanir þá ber ég virðingu fyrir þínum. Ég held þú sért einlæg í þínum skoðunum og tækir því afar illa ef einhver teldi það nauðsynlegt að bera í þig fé fyrir að hafa vissa skoðun á hlutunum.

    Posted by: Guðjón Viðar | 27.07.2007 | 15:22:19

    —————————————–

    Jamm. Mér finnst nú trúlegt að flestir sem á annað borð væru tilbúnir til að hætta á líkamsmeiðingar og fangavist fyrir málstað sem skiptir þá litlu máli vildu fá nokkuð myndarlegar greiðslur fyrir.

    Það er fráleitt að grasrótarhreyfing á borð við Saving Iceland hafi yfir að ráða slíku fjármagni að hægt sé að hafa tugi manns á launaskrá og jafnvel áhættuþóknun.

    Sannleikurinn er sá að Saving Iceland hefur ekki greitt nokkrum manni krónu fyrir þáttöku í mótmælum og það er með ólíkindum að fréttastofa sjónvarps skuli leyfa sér að birta annað eins án þess að geta heimilda.

    Ég yrði hinsvegar ekki hissa þótt kæmi í ljós að hugsjónamaðurinn Friðrik Sóf fengi launaseðil frá Landsvirkjun. Ég minnist þess þó ekki að hafa heyrt hann kallaðan „atvinnustóriðjusinna“ í fjölmiðlum.

    Posted by: Eva | 27.07.2007 | 17:12:18

    —————————————–

    Til hamingju med handtokuna og velkomin i hop okkar sem hafa verid svipt frelsi an astaedu 🙂 (skrifad i SA-Asiu med skrytid lyklabord)

    Posted by: Einsi | 29.07.2007 | 3:41:16

Lokað er á athugasemdir.