http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090814000000/http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2006/02/02/foreldrar_thridjungs_barna_i_reykjavik_kaupa_ekki_s/
Af hverju hef ég á tilfinningunni að þessir foreldrar, sem hafa ekki efni á því að kaupa hádegismat handa börnum sínum, tilheyri margir hverjir hópi þeirra sem reykja, stunda svokallaða skemmtistaði og bjóða börnum sínum upp á fitandi og óhollan mat heima?
Af hverju held ég líka að börn fátæklinganna komi ekki með gróft brauð og ávexi í skólann, heldur pening fyrir snúð og kókómjólk? Hvað skyldi slíkur hádegisverður skila miklum sparnaði á ári?
Ég er ekki að segja að fátækt sé ekki staðreynd en ég held að margir geri illt verra með vondri forgangsröðun og að það bitni stundum verst á börnunum.
Ætli þetta séu bara fordómar hjá mér?