Gagnvirkt ljóð í varnarhætti

Þetta ljóð þyrfti eiginlega að setja upp í tölvuforriti svo að það skili sér almennilega. Þetta er gagnvirkt ljóð, þ.e.a.s. lesandinn getur ráðið nokkru um það hvernig ljóðið verður. Ég sé fyrir mér að hægt verði að velja á milli nokkurra orða með því að smella á grænan eða gulan valkost. Ég set hér í sviga það sem er gult en skástrik utan um það sem er grænt. Þetta er samt svindl svona, vegna þess að á réttu formi á lesandinn ekki að geta séð valkostina áður en hann velur, heldur aðeins liti.

Þeir segja að stígandi lukka sé best.
Það er mín svo sannarlega.
Tvístígandi meira að segja.

Og vanti hrynjandi í ljóð mín
er líf mitt
(alla) /veg allra/ vega
hrynjandi
og ég hef /upp/ lifað dauða/nn/.

Víst er maður alltaf byrjandi
(í faginu) /á einhverju nýju sem aldrei virðist ljúka/
Svo vilji ég yrkja
myndhverfða jörð
og (á því) græða /upp/
(hljóðan) /hljóða/ sjóð
er (að) /í/ vísu best
að (laus) binda (rími) /rými/ ljóð
og (yrkja) /irkja/ af öllum mætti
á tölvutæku formi
í varnarhætti.