Fresta viðgerðum

Ef ég mætti ráða yrði viðgerðum frestað a.m.k. fram yfir kosningar. Bara til að minna ráðamenn á hvað þeir eiga í vændum ef þeir þjóna hagsmunum auðmanna og sjálfra sín betur en hagsmunum almennings.

mbl.is Alþingishúsið enn laskað

One thought on “Fresta viðgerðum

  1. ————————————————————

    Gott að vita að skattpeningum manns er vel vari í að þrífa upp eftir ófriðarsina. Ykkur væri nær að kasta eggjum í auðmenninna frekar en þinghúsið. Þeir hafa frekar efni á að þrífa sig sjálfir.

    Sigurbrandur Jakobsson, 2.2.2009 kl. 10:31

    —   —   —

    Egg geta hugsanlega meitt en færðu mér útrásarvíking og ég skal verða manna fyrst til að sletta á hann skyri. Ég held bara að þeir séu allir í útlöndum, helvítin.

    Ég skil að fólki sárni árásir á þetta fallega hús og finnist slæmt að mótmælaaðgerðir séu svona stór útgjaldaliður fyrir ríkið en þetta verður að skoðast í samhengi við það sem á undan er gengið. Tilgangurinn með því að ráðast á Alþingishúsið var sá að gefa skýr skilaboð um að sú starfsemi sem þar hefur farið fram undanfarið, þjóni ekki lýðræðinu og veki reiði og fyrirlitningu almennings í landinu. Það ætti að vera hægt að koma ráðamönnum í skilning um það með ræðuhöldum, blaðaskrifum og skiltaburði en því miður þurfti ekkert minna en tjón sem nemur launum Seðlabankastjóra í heilt ár, til að þeir létu sér segjast.

    Eva Hauksdóttir, 2.2.2009 kl. 10:49

    —   —   —

    Nei það fer ekki mikið fyrir útrásarvíkingum þessa dagana, og líklega er það rétt hjá þér að þeir halda sig í útlöndum. Að vísu á einn heljarmikil sumarbústað hér í mínu sveitarfélagi og var mikið á ferðini síðastliðið sumar, hér um svæðið á þyrlu. Og gettu nú hver?

    Eggjakast í Alþingishúsið er svona eins og að kasta vatni á gæs. Það eina sem dugar eru að sjálfsögðu lýðræðislegar kosningar. Því miður verður samt að segja það að undanfarnar 2 Alþingiskosningar hafa snúist uppí persónudýrkun frekar en málefni. Svo næsta vor vona ég að fólk kjósi frekar eftir samvisku sinni.

    Sigurbrandur Jakobsson, 2.2.2009 kl. 11:16

Lokað er á athugasemdir.