Framsýnin ríkir í Páfagarði

pope_condom_hatGreinilegt að mikil framsýni ríkir í Páfagarði.

Mér þykir nú vænt um að páfi skuli með visku sinni og aðstoð heilags anda, ætla að finna út hvað skuli til ráða ef annað hjóna greinist með HIV. Það hlýtur að vera heppilegri lausn en að koma í veg fyrir smit með fulltingi smokksins. Páfi hefur hingað til lagt blátt bann við notkun smokksins. Mér hefur skilist að það bann hafi ekkert komið hans eigin duttlungum við, heldur hafi hann þvert á móti komist að þeirri niðurstöðu, fyrir tilstilli visku sinnar og leiðsagnar heilags anda, að smokkurinn sé verkfæri Satans. Ætli guðdómurinn sé eitthvað að velta fyrir sér möguleikanum á þvíað skipta um skoðun eða er viska hans Heilagleika kannski ekki óskeikul?